
Um lof, last og bullyrðingar
Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi.
Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins.
Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009.
Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni.
Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.
Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun

Er veganismi á undanhaldi?
Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar

Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla
Benedikt Már Þorvaldsson skrifar

Geðheilbrigði er mannréttindamál
Svava Arnardóttir skrifar

Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima
Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Sniðganga fyrir Palestínu
Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn
Gunnar Axel Axelsson skrifar

Lýðræði í mótvindi
Gunnar Salvarsson skrifar

Orka Breiðafjarðar
Ingólfur Hermannsson skrifar

Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km
Kristján Ingimarsson skrifar

Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið
Vilhjálmur Birgisson skrifar

Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda
Eldur Smári Kristinsson skrifar

Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar
Guðmundur Oddsson skrifar

Eigum við samleið
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Þjóðarmorð Palestínu
Guðný Gústafsdóttir skrifar

Agaleysi bítur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Ísland boðar mannúð en býður útlegð
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Börnin eru ekki tölur
Bryngeir Valdimarsson skrifar

Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar
Valdimar Víðisson skrifar

Að kveikja á síðustu eldspýtunni
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Grímulaus aðför að landsbyggðinni
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Menningarstríð í borginni
Hildur Björnsdóttir skrifar

Málfrelsið
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Austurland lykilhlekkur í varnarmálum
Ragnar Sigurðsson skrifar

Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands
Snævar Ívarsson skrifar

Fjárfesting í færni
Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu
Hugrún Vignisdóttir skrifar