Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu Kvennaskólans Sylvía Hall skrifar 31. maí 2019 11:27 Inga Lilja Ásgeirsdóttir á útskriftardaginn. Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans. Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans. Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira