Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 19:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er boðuð stórsókn í menntamálum. Með því er lögð áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda, kennara og þjóðarinnar allra að leiðarljósi. Í sáttmálanum er tekið fram að bregðast þurfi við kennaraskorti í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir sem sinni uppeldis-, kennslu-, og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð. Með frumvarpinu fá kennarar réttindi á öll skólastig. „Við erum að leggja fram kennarafrumvarpið. Það lítur að því að nú fá kennarar réttindi á öll skólastig að því gefnu að þeir uppfylli ákveðna hæfni. Þetta er til þess fallið að styðja við starfsþróun og auka starfsöryggi. Við sjáum að kennurum án réttinda hefur verið að fjölga verulega, en með þessu frumvarpi mun það breytast. Þetta er framfaramál sem við erum mjög ánægð með. Ég hlakka til að sjá það verða að veruleika,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum opnast sá möguleiki að framhaldsskólakennarar geti kennt á grunnskólastigi, en eins og staðan er núna hafa þeir ekki leyfi til þess. Frumvarpið var unnið í samráði við kennaraforystuna og menntavísindasviði Háskóla Íslands. „Það hefur verið mjög góð vinna. Ég er stolt af því hvernig allir hafa komið að því að styrkja þetta frumvarp og gera það að veruleika. Allsherjar og menntamálanefnd er núna að klára nefndarálit og svo geri ég ráð fyrir því að ég geti komið með það inn í þingið í næstu viku,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira