Þriðji áhugaverðasti áfangastaður Evrópu í ár formlega opnaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2019 19:30 Það var kátt á hjalla þegar leiðin opnaði formlega í dag. Vísir/Tryggvi Páll Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30