Sneru dómi vegna deilna Smáralindar og Norðurturnsins um bílastæði Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:44 Norðurturninn hafði að lokum betur gegn Smáralind og Kópavogsbæ í þessu máli. Vísir/Hanna Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira