Veðurspá fyrir næstu viku svipar til methitabylgjunnar árið 1939 og ágústhitans árið 2004 Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 13:37 Veðurfræðingur leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði, en ekki gefin. Vísir/Vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira