Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 12:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira