Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. júní 2019 06:15 Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna óskar um að byggja við húsið að Mosabarði 15. Fréttablaðið/Ernir „Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
„Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira