Eyjafjarðardeild 4x4 klúbbsins lagaði Bjarnarflagið: „Kunna svo sannarlega að vinna“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 10:36 Úr varð góð kvöldstund þegar meðlimir Eyjafjarðardeildar 4x4 klúbbsins tóku höndum saman og lagfærðu Bjarnarflagið. Hjalti Steinn Gunnarsson Daði Lange Friðriksson, einn af jarðeigendum að Reykjahlíð í Mývatnssveit, stóð við Bjarnarflag að taka myndir af skemmdunum sem hlutust af utanvegaakstri rússneskra ferðamanna í vikunni þegar hópur úr Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 mætti á svæðið vopnaðir hrífum. „Þeir mættu þarna og gengu strax vasklega til verka en greinilega vanir vinnumenn og sveitadrengir upp til hópa. Þeir kunna svo sannarlega að vinna, samstilltir og flottir, og úr varð skemmtileg kvöldstund,“ segir Daði Lange í samtali við Vísi. Daði heillaðist af dugnaðinum, greip að sjálfsögðu hrífu og fór í verkið með Eyjafjarðarhópnum.Landeigandi að Reykjahlíð sagði greinilegt að þarna færu menn sem kynnu að vinna.Eyjaðfjarðardeild ferðaklúbssins 4x4Bjarnarflagið er viðkvæmt jarðhitasvæði við jarðböðin í Mývatnssveit og ógróið út af jarðhitanum. Daði segir að þeim hafi tekist að raka yfir hjólförin og djúp fótspor eftir ferðamennina og þá sem unnu að því að losa bílinn úr flaginu. Nú þurfi náttúran að fá tíma til að jafna sig, hvað það tekur langan tíma er óráðið að sögn Daða, það gæti tekið eitt ár eða jafnvel tíu.Þeim tókst að raka yfir förin en svæðið þarf enn tíma til að jafna sig.Hjalti Steinn Gunnarsson„Það þarf að rigna og snjóa yfir þetta áður en við getum farið að sjá árangurinn,“ segir Daði. Jarðvegurinn var mislitur en eftir að búið var að raka yfir förin þá varð liturinn fremur einsleitur. Hann segist hafa séð utanvegaakstur víða, þar á meðal við Hrossaborgina og víða austur á fjöllum þar sem menn hafa gert sér að leik að spóla í hringi í sandi. Þessi utanvegaakstur hafi þó verið frábrugðinn þeim öllum. Sporin voru mörg hver mjög djúp.Hjalti Steinn Gunnarsson„Þetta er svo galið. Hann er nærri lentur ofan í hverasvæði. Þetta er eiginlega fáránlega, bara klikkun. Og til að kóróna allt birti hann myndir af þessu,“ segir Daði. Ökumaður bílsins var yfirheyrður af lögreglu og fór daginn eftir á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann samþykkti að ljúka málinu með 450 þúsund króna sekt, en lágmarkssekt við utanvegaakstri samkvæmt lögum um náttúruvernd eru 350 þúsund krónur. Ferðamaðurinn tjáði sig síðar meir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi. Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Daði Lange Friðriksson, einn af jarðeigendum að Reykjahlíð í Mývatnssveit, stóð við Bjarnarflag að taka myndir af skemmdunum sem hlutust af utanvegaakstri rússneskra ferðamanna í vikunni þegar hópur úr Eyjafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 mætti á svæðið vopnaðir hrífum. „Þeir mættu þarna og gengu strax vasklega til verka en greinilega vanir vinnumenn og sveitadrengir upp til hópa. Þeir kunna svo sannarlega að vinna, samstilltir og flottir, og úr varð skemmtileg kvöldstund,“ segir Daði Lange í samtali við Vísi. Daði heillaðist af dugnaðinum, greip að sjálfsögðu hrífu og fór í verkið með Eyjafjarðarhópnum.Landeigandi að Reykjahlíð sagði greinilegt að þarna færu menn sem kynnu að vinna.Eyjaðfjarðardeild ferðaklúbssins 4x4Bjarnarflagið er viðkvæmt jarðhitasvæði við jarðböðin í Mývatnssveit og ógróið út af jarðhitanum. Daði segir að þeim hafi tekist að raka yfir hjólförin og djúp fótspor eftir ferðamennina og þá sem unnu að því að losa bílinn úr flaginu. Nú þurfi náttúran að fá tíma til að jafna sig, hvað það tekur langan tíma er óráðið að sögn Daða, það gæti tekið eitt ár eða jafnvel tíu.Þeim tókst að raka yfir förin en svæðið þarf enn tíma til að jafna sig.Hjalti Steinn Gunnarsson„Það þarf að rigna og snjóa yfir þetta áður en við getum farið að sjá árangurinn,“ segir Daði. Jarðvegurinn var mislitur en eftir að búið var að raka yfir förin þá varð liturinn fremur einsleitur. Hann segist hafa séð utanvegaakstur víða, þar á meðal við Hrossaborgina og víða austur á fjöllum þar sem menn hafa gert sér að leik að spóla í hringi í sandi. Þessi utanvegaakstur hafi þó verið frábrugðinn þeim öllum. Sporin voru mörg hver mjög djúp.Hjalti Steinn Gunnarsson„Þetta er svo galið. Hann er nærri lentur ofan í hverasvæði. Þetta er eiginlega fáránlega, bara klikkun. Og til að kóróna allt birti hann myndir af þessu,“ segir Daði. Ökumaður bílsins var yfirheyrður af lögreglu og fór daginn eftir á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann samþykkti að ljúka málinu með 450 þúsund króna sekt, en lágmarkssekt við utanvegaakstri samkvæmt lögum um náttúruvernd eru 350 þúsund krónur. Ferðamaðurinn tjáði sig síðar meir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi.
Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33 Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04 Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“ Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. 4. júní 2019 13:33
Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. 3. júní 2019 14:04
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15