Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2019 15:43 Engin lausn er í sjónmáli í deilu ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstrinum. Vísir/Jóhann K Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30