Ríkisstjórn Orban herðir tökin á vísindarannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 12:31 Frá mótmælum við Vísindaakademíu Ungverjalands í Búdapest á sunnudag. Vísir/EPA Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra. Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Stjórn Vísindaakademíu Ungverjalands færist að miklu leyti í hendur stjórnvalda verði frumvarp sem ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra, að lögum. Orban hefur hert tök ríkisstjórnarinnar á opinberum lífi, þar á meðal dómstólum, fjölmiðlum og háskólum, í valdatíð sinni. Vísindamenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. Akademían sagði sjálf í síðustu viku að ríkisstjórnin vildi ná „fullri pólitískri stjórn“ á mikilvægum rannsóknum. Þúsundir mótmæltu frumvarpinu á götum Búdapest á sunnudag.Að sögn Reuters-fréttastofunnar yrði nýtt ellefu manna ráð sett yfir vísindaakademíuna undir forystu nýsköpunar- og tæknimálaráðherrans. Ráðið ákvæði hvaða rannsóknarefni fengju fjárveitingu og fylgdist með notkun fjármuna. Forsætisráðherrann sæi um að skipa fulltrúa í ráðið að tillögu ráðherrans. Ríkisstjórn Orban hefur sagt að þau verkefni sem stuðli beint að samkeppnishæfni ungversks efnahagslífs yrðu sett í forgang. Einstakar rannsóknarstofnanir eiga svo að heyra undir þrettán manna stjórn með sex fulltrúum ríkisstjórnarinnar og sex frá fræðasamfélaginu. Forsætisráðherrann myndi skipa oddvita stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist ætla að fylgjast grannt með þróun mála í Ungverjalandi og hvatti ríkisstjórn Orban til þess að taka engar ákvarðanir sem takmarki vísindalegt og akademískt frelsi. Orban, sem segist sjálfur stefna að „ófrjálslyndu lýðræði“ í Ungverjalandi, hefur áður hlutast til um hvað ungverskir háskólar eigi og eigi ekki að kenna. Þannig vildi hann banna kennslu á kynjafræði. Þá kom ríkisstjórn hans því til leiðar að loka þurfti Miðevrópuháskólanum í Búdapest í fyrra.
Ungverjaland Vísindi Tengdar fréttir Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40 George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. 21. desember 2018 13:40
George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15