Gervigreind í vændum Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun