Evrópa getur ekki lengur horft í gegnum fingur sér með Katalóníu Alfred Bosch skrifar 5. júní 2019 07:00 Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar