Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 10:54 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14