Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 22:11 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum. Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, segir Íslendinga langt í frá nógu vel undirbúna ef ske kynni að eitthvað ætti sér stað sem krefjast myndi viðbragðsáætlunar vegna kjarnorkumengunar. Joðtöflur séu af skornum skammti og fáir eiturefnagallar til. Þetta segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag. Þar setur hún málið í samhengi við Tsjernóbíl-þættina, sem njóta gífurlega vinsælda um þessar mundir.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur„Kjarnaógn virðist oft vera fjarlæg martröð frekar en eitthvað sem gæti í raun og veru gerst. Við á Íslandi erum ekki nógu vel undir það búin ef eitthvað skyldi gerast sem myndi þufa viðbragðsáætlana vegna kjarnorkumengunar,“ skrifar Ásta og vísar til svars dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar um viðbúnað við kjarnorkumengun. Fyrirspurnina lagði Ásta fram árið 2017. Svar Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, má nálgast hér. „Það eru til 10 þúsund joðtöflur á Íslandi. Það þýðir að þúsund manns gætu verndað skjaldkirtilinn sinn í tíu daga,“ segir Ásta og bendir einnig á að fjöldi eiturefnagalla hér á landi sé á bilinu 20 til 25. Þar af séu aðeins 12 þeirra fjölnota. Ásta bendir þá á að joðbirgðir Norðmanna séu um þrjár milljónir taflna, auk þess sem fólki þar í landi er ráðlagt að eiga slíkar töflur á heimilum sínum, sérstaklega ef heimilisfólk er yngra en fertugt eða ef um ófrískar konur er að ræða. „Ef við ætluðum að miða við höfðatölu, þá ætti hér að vera um 150 þúsund joðtöflur hið minnsta - og fólki ráðlagt að eiga joðtöflur heima hjá sér. Joðtöflur eru ekki dýrar - og ef svo ólíklega til vildi að kjarnorkukafbátur í Norður-Atlantshafi myndi byrja að leka eða kjarnorkuslys í Evrópu, þá værum allavega aðeins betur undir þetta búin,“ segir Ásta að lokum.
Heilbrigðismál Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira