Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júní 2019 19:00 Seltjarnarnesbær virti ábendingar sextán ára stúlku um áralanga vanrækslu vettugi. Vísir/Vilhelm 16 ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar. Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál.Í gær greindum við frá ásökunum 16 ára stúlku á Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður. Barnaverndarnefnd hafi ítrekað borist ábendingar um aðstæður án þess að bregðast við. Í gögnum málsins er haft eftir stúlkunni að aldrei hafi verið hlustað á hana og öllu hafi verið „sópað undir teppið“ vegna stöðu móðurafa og móðurömmu innan sveitarfélagsins.Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginanna, segir óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðarTelja pólitísk tengsl hafi haft áhrif Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu. „Þau að pólitísk tengsl eins fjölskyldumeðlims hafi haft áhrif á úrvinnslu málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginana. Móðuramma stúlkunnar var virk í nefndum á vegum bæjarins. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að stokka upp í þessu kerfi og það sé mjög óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar,“ segir Sævar Þór.Móðirin einnig þolandi Jónas Jóhannsson, lögmaður móðurinnar, segist ekki ætla að tjá sig um meint tengsl. Hann segir að hafi barnaverndaryfirvöld brugðist skyldum sínum þá sé móðirin meðal þolenda og bærinn þá einnig brugðist henni.Sigurþóra Bergdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd, segist standa með stúlkunniSíðastliðið haust tók nýr starfsmaður barnaverndar við málinu. Þá fyrst var gripið til aðgerða og stúlkan vistuð hjá föður sínum. Þá hafa feðginin einnig farið fram á að Seltjarnarnesbær viðurkenni bótaábyrgð þar sem starfsmenn hafi átt að vera meðvitaðir um vanræksluna. Stúlkan finnur til mikillar reiði gagnvart nefndinni og segir að hún hafi eyðilagt 15 ár af lífi sínu. Sigurþóra Bergsdóttir, nefndarmaður, sem setið hefur í fjölskyldunefnd bæjarins í eitt ár, segist standa með stúlkunni. „Á sama tíma finnst mer mjög mikilvægt og að við förum af stað og þetta mál verði skoðað af óháðum aðila og þetta er komið á borð Barnaverndarstofu sem ég vona að taki málið upp og skoði allar hliðar þess vandlega til þess að við áttum okkur á því hvernig málið stendur og hvað gerðist,“ segir Sigurþóra.Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi, vonar að bærinn nálgist málið af auðmýktKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, tekur í sama streng. „Ég vona að bærinn nálgist þetta mál af þeirri auðmýkt sem þarf til að komist verði að þvi hvað gerðist þarna,“ segir Karl Pétur. Stúlkan hefur búið hjá móður sinni, sem er greind með geðhvarfasýki og glímir við áfengisvanda, alla ævi. Fyrir skömmu óskaði Seltjarnarnesbær eftir lögreglurannsókn þar sem vísbendingar voru um að stúlkan hefði orðið fyrir blygðunarsemisbrotum frá átta ára aldri af hálfu móður sinnar og sambýlismanna hennar. „Við erum á Seltjarnarnesi þar sem búa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns, þar sem er einn grunnskóli og einn leikskóli, og það að hafa pólitískt kjörna barnaverndarnefnd til að fjalla um slík mál, mér finnst það galið. Ég held að það blasi við að þetta virkar ekki,“ segir Sigurborg. „Ef ég tala sem foreldri fjögurra barna sem ýmist eru í þessum skóla eða hafa klárað hann þá má ég ekki til þess hugsa að það séu börn þarna sem eru ekki að njóta þeirrar verndar sem þau þurfa,“ segir Karl Pétur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
16 ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar. Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál.Í gær greindum við frá ásökunum 16 ára stúlku á Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður. Barnaverndarnefnd hafi ítrekað borist ábendingar um aðstæður án þess að bregðast við. Í gögnum málsins er haft eftir stúlkunni að aldrei hafi verið hlustað á hana og öllu hafi verið „sópað undir teppið“ vegna stöðu móðurafa og móðurömmu innan sveitarfélagsins.Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginanna, segir óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðarTelja pólitísk tengsl hafi haft áhrif Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu. „Þau að pólitísk tengsl eins fjölskyldumeðlims hafi haft áhrif á úrvinnslu málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginana. Móðuramma stúlkunnar var virk í nefndum á vegum bæjarins. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að stokka upp í þessu kerfi og það sé mjög óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar,“ segir Sævar Þór.Móðirin einnig þolandi Jónas Jóhannsson, lögmaður móðurinnar, segist ekki ætla að tjá sig um meint tengsl. Hann segir að hafi barnaverndaryfirvöld brugðist skyldum sínum þá sé móðirin meðal þolenda og bærinn þá einnig brugðist henni.Sigurþóra Bergdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd, segist standa með stúlkunniSíðastliðið haust tók nýr starfsmaður barnaverndar við málinu. Þá fyrst var gripið til aðgerða og stúlkan vistuð hjá föður sínum. Þá hafa feðginin einnig farið fram á að Seltjarnarnesbær viðurkenni bótaábyrgð þar sem starfsmenn hafi átt að vera meðvitaðir um vanræksluna. Stúlkan finnur til mikillar reiði gagnvart nefndinni og segir að hún hafi eyðilagt 15 ár af lífi sínu. Sigurþóra Bergsdóttir, nefndarmaður, sem setið hefur í fjölskyldunefnd bæjarins í eitt ár, segist standa með stúlkunni. „Á sama tíma finnst mer mjög mikilvægt og að við förum af stað og þetta mál verði skoðað af óháðum aðila og þetta er komið á borð Barnaverndarstofu sem ég vona að taki málið upp og skoði allar hliðar þess vandlega til þess að við áttum okkur á því hvernig málið stendur og hvað gerðist,“ segir Sigurþóra.Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi, vonar að bærinn nálgist málið af auðmýktKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, tekur í sama streng. „Ég vona að bærinn nálgist þetta mál af þeirri auðmýkt sem þarf til að komist verði að þvi hvað gerðist þarna,“ segir Karl Pétur. Stúlkan hefur búið hjá móður sinni, sem er greind með geðhvarfasýki og glímir við áfengisvanda, alla ævi. Fyrir skömmu óskaði Seltjarnarnesbær eftir lögreglurannsókn þar sem vísbendingar voru um að stúlkan hefði orðið fyrir blygðunarsemisbrotum frá átta ára aldri af hálfu móður sinnar og sambýlismanna hennar. „Við erum á Seltjarnarnesi þar sem búa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns, þar sem er einn grunnskóli og einn leikskóli, og það að hafa pólitískt kjörna barnaverndarnefnd til að fjalla um slík mál, mér finnst það galið. Ég held að það blasi við að þetta virkar ekki,“ segir Sigurborg. „Ef ég tala sem foreldri fjögurra barna sem ýmist eru í þessum skóla eða hafa klárað hann þá má ég ekki til þess hugsa að það séu börn þarna sem eru ekki að njóta þeirrar verndar sem þau þurfa,“ segir Karl Pétur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30