Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:06 Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet. Youtube YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn. Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn.
Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira