Góðir hlutir gerast hægt Auður Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun