Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 23:05 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki á meðal aðdáenda Bandaríkjaforseta. Samsett/Getty Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira