Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2019 19:45 Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26