Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 17:41 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30