Sársaukafull fortíð ástæða þess að varnarmálaráðherraefni Trump hættir við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 22:00 Patrick Shanahan er hættur sem stafandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24