Fleiri sækja í veitingahús og bari en verslanir í miðbænum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. júní 2019 06:00 Fjöldi fólks lagði leið sína á þann hluta Laugavegs sem nú er göngugata á 17. júní. Fréttablaðið/Valli Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Þeir sem nýta sér þjónustu í miðborginni gera það flestir á matsölustöðum, kaffihúsum, börum og skemmtistöðum. 97,5 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni til þrisvar í mánuði nýttu sér þessa þjónustu á síðustu tólf mánuðum en 71,3 prósent sama hóps nýttu sér þjónustu verslana á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu á afstöðu borgarbúa til göngugatna. Lokað var fyrir bílaumferð á göngugötum borgarinnar 1. maí síðastliðinn og undanfarin ár hefur verið opnað fyrir umferð aftur 1. október. Samþykkt hefur verið í borgarstjórn að gera göngugötur varanlegar í borginni og mun sú breyting fara fram í áföngum. Fyrsti áfanginn verður svæðið frá Þingholtsstræti að Klapparstíg. Í könnuninni kemur einnig fram að nær helmingur svarenda er hlynntur göngugötum í miðborginni, 18,2 prósent hafa ekki myndað sér afstöðu og 32,7 prósent eru andvíg göngugötunum.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Því oftar sem fólk nýtir sér þjónustu miðborgarinnar, því hlynntara er það lokun gatnanna. 75 prósent þeirra sem nýta sér þjónustu í miðborginni einu sinni í viku eða oftar eru hlynnt lokununum á meðan 58 prósent þeirra sem segjast aldrei nýta sér þar þjónustu eru andvíg. Þeir sem hlynntir eru göngugötunum segja flestir skemmtilegri stemningu helstu ástæðuna, eða 28 prósent. Því næst nefnir fólk minni bílaumferð, aukið mannlíf og loftgæði. Þeir sem eru andvígir varanlegri lokun gatna í borginni nefna langflestir, eða 29,4 prósent, veðrið sem ástæðu þess, því næst er nefnt skert aðgengi og skert aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að vel verði hugað að aðgengi á göngugötunum og þá sér í lagi aðgengi fyrir hreyfihamlaða. „Laugavegurinn verður endurgerður og við lyftum yfirborði götunnar, þá er betra aðgengi inn í verslanir. Svo erum við líka að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða upp við göngugötuna. Við ætlum að reyna að bæta aðgengi á alla vegu.“ Aðspurð um niðurstöður könnunarinnar segir Sigurborg þær koma heim og sama við upplifun hennar á hversu margir leggja leið sína í miðborgina. „Við sjáum þetta eftir að lokanir hófust, það eru svo margir að koma niður í miðbæ á göngugötuna, svo þessar niðurstöður haldast í hendur við það sem við sjáum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira