„Börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum“ Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 14:33 Katrín sagðist vona að ungt fólk fengi sterkari rödd í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín. 17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín.
17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00