Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 13:30 Frá æfingu slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld. Mynd/Ágúst Ágútsson Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53