Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 16:31 Knox ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist ekki hafa komið nálægt morðinu á Meredith Kercher. Vísir/Getty Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty
Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03
Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01