Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 21:33 Ólafur Kristjánsson vísir/bára Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti