Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 10:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Alþingishúsinu í morgun. vísir/vilhelm Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent