Háværir ökufantar gera íbúum Akureyrar lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2019 10:43 Þorvaldur Bjarni segir hljóðkútslausar druslur halda vöku fyrir íbúum á Akureyri. Honum er ekki skemmt. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður er búinn að fá nóg. Hann tjáir gremju sína á Facebook og biðlar til lögreglunnar á Akureyri. „Það er þekkt hér í bæ að örfáar mannvitsbrekkur hafa ánægju af því að þenja hljóðkútslausar druslur á nóttunni þegar börn sem þurfa hvíld til þess að vaxa og dafna eiga rétt á því að geta sofið,“ segir Þorvaldur.Erlendir gestir með bauga undir augum Bíladagar verða haldnir á Akureyri nú um helgina og víst er að það fellur misvel í kramið. Veisla hjá bílaáhugafólki en öðrum er ekki skemmt. Tónlistarmaðurinn segist sjálfur oftast vinna fram eftir og taki því eftir því og geti borið vitni um að þetta sé stöðug í gangi. „Þetta er til skammar og verður ekki til þess að ferðamenn beri bænum góða söguna. Ég er oft með erlenda gesti sem ég hitti á morgnana með bauguð augu sem minna á stór spurningamerki eftir þessar kyrru sumarnætur á Akureyri.“ Erfitt að standa þessa gaura að verki Vísir ræddi við Sigurð Sigurðsson aðalvarðstjóra á Akureyri og hann segir þetta laukrétt hjá Þorvaldi Bjarna, lögreglunni hefur borist kvartanir og svo fari þetta ekki fram hjá þeim sjálfum. Stillt veður hefur verið í þessum höfuðstað Norðurlands og því hljóðbært. Hávaðinn fari ekkert á milli mála. En það er ekki gott við að eiga.Mikið var um hraðakstur á Akureyri í kringum Bíladaga og hávaðinn fer ekki á milli mála drunur í hljóðkútslausum drossíum og ýlfur í dekkjum er að gera íbúa á Akureyri gráhærða.fbl/Auðunn„Það er ekki gott að ná í þessa ökumenn. Erfitt er að standa þá að verki þessa gaura. En, við reynum, þvælumst hér um allan bæ en það er ýmsu öðru að sinna. En, já, það er rétt. Það er ónæði út af þessu.“ Sigurður bendir á að auðvelt sé að spóla með tilheyrandi hávaða og látum í nokkrar sekúndur og komast upp með það því erfitt getur reynst að standa menn að verki. „Við höfum reynt ýmislegt. En, erum ekki með óteljandi fjölda af mannskap til að eltast við menn. Bílaklúbburinn hefur líka verið að reyna að koma skikki á þetta. Ef það hafa verið einhverjir sem eiga að keppa sem eru með einhverja stæla niður í bæ.“ Þannig að, flest bendir til þess að fólk verði að lifa við þetta. Trúlega verður aldrei friður meðan á bíladögum á Akureyri stendur. „En, ég skil vel gremju manna ef þeir geta ekki sofið. Skil að menn séu ekki hrifnir af því en við náum þeim aldrei alveg, að þagga niður í öllu bílabrölti þessa helgi. En, við berjumst.“Á vef Akureyrarbæjar er fjallað um Bíladaga og siðareglur hátíðarinnar, sem sjá má að neðan.Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamennVirðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum útiVið spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs AkureyrarGestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegirVið berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæraGestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt
Akureyri Bílar Lögreglumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira