Klifurjurtir Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 14. júní 2019 08:45 Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar