Fjögurra mánaða réttarhöld á enda og dómur væntanlegur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2019 06:15 Þessir spænsku hæstaréttardómarar þurfa nú að taka ákvörðun um dóm í málinu. Nordicphotos/AFP Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30
Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15
SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00