Samrunaeftirlit og landsbyggðin Valur Þráinsson skrifar 12. júní 2019 09:00 Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valur Þráinsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun