Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 17:40 Að sögn slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar er mikilvægt að fólk hugi bæði að sér og nágrannanum þegar eldhætta er svona mikil. Vísir/Pjetur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim. Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim.
Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira