Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 17:40 Að sögn slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar er mikilvægt að fólk hugi bæði að sér og nágrannanum þegar eldhætta er svona mikil. Vísir/Pjetur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim. Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim.
Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira