Inni í tjaldi Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júní 2019 07:45 Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun