Tvær tölvuárásir gerðar á heimasíðu Isavia í dag Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 17:52 Guðjón Helgason segir tímasetninguna vissulega vera athyglisverða. Vísir/Getty Tvær tölvuárásir hafa verið gerðar á heimasíðu Isavia í dag og lá heimasíðan niðri um stund. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er tímasetningin athyglisverð en um var að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Óprúttnir aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá hún niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stendur er ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli. Margir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins höfðu hótað að ráðast inn á samfélagsmiðla þeirra sem urðu fyrir barðinu á þeim á samskiptasíðum eftir þvottaburstaatvikið í Leifsstöð og velta því margir fyrir sér hvort Isavia hafi einnig verið fórnarlamb reiðra stuðningsmanna. „Tímasetningin er vissulega athyglisverð í ljósi atburða dagsins,“ segir Guðjón en getur þó ekkert fullyrt um hverjir standa að baki árásunum. Tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast árásunum og er síðan nú að mestu sýnileg notendum. Þó gæti tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn og er beðist velvirðingar á því. Fréttir af flugi Tækni Tölvuárásir Tengdar fréttir Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Tvær tölvuárásir hafa verið gerðar á heimasíðu Isavia í dag og lá heimasíðan niðri um stund. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er tímasetningin athyglisverð en um var að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Óprúttnir aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá hún niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stendur er ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli. Margir stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins höfðu hótað að ráðast inn á samfélagsmiðla þeirra sem urðu fyrir barðinu á þeim á samskiptasíðum eftir þvottaburstaatvikið í Leifsstöð og velta því margir fyrir sér hvort Isavia hafi einnig verið fórnarlamb reiðra stuðningsmanna. „Tímasetningin er vissulega athyglisverð í ljósi atburða dagsins,“ segir Guðjón en getur þó ekkert fullyrt um hverjir standa að baki árásunum. Tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast árásunum og er síðan nú að mestu sýnileg notendum. Þó gæti tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn og er beðist velvirðingar á því.
Fréttir af flugi Tækni Tölvuárásir Tengdar fréttir Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14