Leituðu ekki nægilega víða eftir umsögnum um sálfræðinginn sem braut á barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 14:00 Sálfræðingurinn réð sig til borgarinnar í ágúst 2017. Fréttablaðið/GVA Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið. Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Yfirstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir skerpt hafi verið á því í verklagsreglum að leitað sé víða eftir umsögnum við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki. Þetta kemur fram í svari sviðsins við fyrirspurn Vísis. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs hlaut á dögunum tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni á barnsaldri. Þá er hann til rannsóknar í öðru máli grunaður um að hafa endurtekið nauðgað dreng á fermingaraldri.Grunaður um annað brot Sálfræðingurinn, sem starfaði með börnum og unglingum í áratugi, hóf störf hjá Reykjavíkurborg í ágúst 2017. Við ráðninguna upplýsti hann ekki að hann hefði á sínum tíma sætt kæru þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað fyrrnefndum dreng sem var í sálfræðimeðferð hjá honum. Sálfræðingurinn var á þeim tímapunkti skólasálfræðingur í skólanum sem drengurinn gekk í. Málið leiddi ekki til ákæru þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í desember 2017 var sálfræðingurinn svo kærður til lögreglu fyrir brot á fyrrum sjúpdóttur sinni sem hann hafði enn samskipti við. Brotið átti sér stað á heimili sálfræðingsins sem hafði boðið henni í mat. Var hann færður til í starfi í framhaldinu á meðan velferðarsvið skoðaði málið. Eftir nokkurra vikna skoðun var sálfræðingurinn settur í launað leyfi, í febrúar 2018, en þá hafði velferðarsvið einnig fengið upplýsingar um fyrri kæru á hendur manninum. Málið fór fyrir dóm í maí síðastliðnum og var á sama tíma gengið frá ráðningarlokum við manninn. Hafði hann þá verið í launuðu leyfi sem sérfræðingur hjá borginni í um það bil sextán mánuði. Dómur var svo kveðinn upp í júní og niðurstaðan tveggja og hálfs árs fangelsi.Gamla málið tekið upp Mál drengsins, sem nú er karlmaður um þrítugt, er í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Ríkissaksóknari féllst á beiðni hans um endurupptöku í málinu í september í fyrra þar sem nýjar upplýsingar sem talið er að gætu skipt máli væru fram komnar. Í svari velferðarsviðs við fyrirspurn Vísis um ráðningu mannsins segir að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki sé gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði. Verklagi velferðarsviðs var svo breytt í febrúar 2018, um það leyti er sálfræðingurinn var sendur í leyfi, á þann veg að vottorða er nú aflað úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Er það umfram lagaskyldu. Er þess getið að sálfræðingurinn var með hreint sakavottorð á þeim tíma sem hann var ráðinn. Velferðarsviði hafi ekki borist neinar frekari athugasemdir varðandi sálfræðinginn síðan hann var sendur í leyfi.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði heitið.
Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15