Vöktu athygli á mannréttindabrotum í veislu bandaríska sendiráðsins: „Þetta er gleðskapur, ekki pólitískur viðburður“ Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 23:15 Óskar Steinn gat ekki hugsað sér að mæta í veisluna án þess að vekja athygli á ástandinu í Bandaríkjunum og fékk Ingu Björk með sér. ÓSkar Steinn Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“ Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30
Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“