Krefja ráðuneytið um gögn og útreikninga að baki „hæpnum fullyrðingum“ heilbrigðisráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. júní 2019 07:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15