Leitin að kjarna málsins Sverrir Björnsson skrifar 27. júní 2019 13:15 Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar