Fótbolti

Varaforseti Barca: Við viljum ekki fá Neymar aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar
Neymar Vísir/Getty
Varaforseti Barcelona segir félagið ekki hafa áhuga á því að fá Neymar til baka á Nývang, þó leikmaðurinn sjálfur vilji snúa aftur.

Neymar var seldur fyrir metfé frá Barcelona til Paris Saint-Germain sumarið 2017 en hann hefur ekki náð þeim hæðum sem hann vildi í París. Neymar vill fara og PSG er tilbúið að selja hann.

Jordi Cardoner, varaforseti Barcelona, sagði á blaðamannafundi í dag að Barcelona hefði ekki tekið nein skref til þess að fá Brasilíumanninn aftur til Spánar.

„Eftir því sem ég best veit þá hefur Barcelona ekki tekið nein skref til þess að semja við hann, né viljum við semja við hann,“ sagði Cardoner.

„Stjórnin hefur ekkert skoðað málið, en það virðist vera sem Neymar vilji koma aftur. Það er hins vegar ekki upppi á borðinu.“

Neymar skildi ekki við Barcelona á góðu nótunum þegar hann fór 2017. Hann lögsótti meðal annars félagið vegna ógreiddra bónusgreiðslna.


Tengdar fréttir

Neymar: Ég vil ekki spila hérna lengur

Brasilíumaðurinn Neymar virðist vera staðráðinn í því að komast frá PSG og hann er sagður hafa sent forseta félagsins skýr skilaboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×