Katrín segir Katrínu á villigötum Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 08:45 Katrín og Katrín. Hafi forsætisráðherra ætlað með könnun á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar viljað sefa reiði þeirra sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá forsmáða, er ljóst að hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43