Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 21:48 Hitastigið í Lyon í Frakklandi er ansi hátt þessa dagana. Vísir/Getty Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni. Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni.
Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39