Vill að nafn sitt verði tekið af heiðursfélagalista Lögmannafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 07:11 Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður að heiðursfélaga í Lögmannafélagi Íslands árið 2011. Vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50
Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52