Lagði áherslu á vináttuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 10:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, og Thelma Rós. Mynd/James Becker Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira