Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 22:16 Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira