Körfubolti

Mega ekki lengur kalla sig eigendur NBA-liða því það gæti verið móðgandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Ballmer, eigandi LA Clippers, er hættur að kalla sig eiganda. Það getur því enginn móðgast út í hann.
Steve Ballmer, eigandi LA Clippers, er hættur að kalla sig eiganda. Það getur því enginn móðgast út í hann. vísir/getty
Ein furðulegasta frétt ársins kom í hús í dag er yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, staðfesti að eigendur NBA-liða megi ekki lengur kalla sig eigendur. Ha, segja eðlilega flestir.

Ástæðan er víst sú að orðið „Owner“ gæti verið viðkvæmt fyrir suma. Það vísi til þess að einhver eigi annað fólk og það fer ekki vel ofan í alla.





NBA-deildin hefur staðfest að þar innanhúss sé ekki talað um „Owner“ heldur „Governor“ sem hefur hingað til útlagst sem ríkisstjóri á íslensku.

Einhverjir eigendur eru þegar búnir að breyta um nafn og tala um sig sem „Governor“ eða hreinlega sleppa titlinum og setja sig sem stjórnarformann félagsins sem þeir vissulega eiga.

Mörgum þykir þetta frekar fáranlegt og ansi langt seilst í því að passa upp á að móðga örugglega engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×