Slysahætta vegna tólf yfirgefinna bústaða Pálmi Kormákur skrifar 24. júní 2019 08:00 Ljóst er að ástandið er ekki boðlegt íbúum nærliggjandi byggðar. Heilbrigðiseftirlitið segir æskilegt að húsin verði rifin. Fréttablaðið/Stefán Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira