Þjóðdansar eru vinsælir hjá unga fólkinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 19:45 Dansinn á grasflötinni við Húsið á Eyrarbakka heppnaðist vel og vakti athygli þeirra sem þangað komu. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Dans Menning Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
„Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Dans Menning Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira