Leið vel í ræðustól Alþingis 22. júní 2019 12:00 Katrín Súsanna á vinnustaðnum sem heitir Bjargarsteinn Mathús. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira