Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 23:00 Eins og sjást má er Aðalheiður sundurbitin. Facebook/Aðalheiður Ámundadóttir Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum. Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Lúsmý hefur undanfarin ár látíð á sér kræla hér á landi en skordýrategundin gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015. Enn bætist í hóp fórnarlamba plágunnar en hundruð manns eru í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi þar sem reynslusögum er deilt og ráð gefin. Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. Þar hafi hún auk fjölskyldumeðlima orðið fyrir barðinu á flugunum en þegar heim til Reykjavíkur kom hafi enn verið að bætast í bitin.Upplýsingar skortir um viðbrögð við biti lúsmýs „Ég byrja að versna og versna eftir að ég kem í bæinn og það er búið að bætast í bitin. Ég veit ekki hvort það sé enn þá verið að bíta mig en ég held það hljóti að vera því þeim hefur fjölgað gríðarlega síðan,ׅ “ segir Aðalheiður sem er búsett í miðbæ Reykjavíkur og bætir við að sonur hennar hafi vaknað með bit hér í bænum. Sterakrem líkt og Mildison og deyfigelið Xylocain hafa í faraldrinum runnið út eins og heitar lummur í apótekum borgarinnar. Þá er einnig hægt að verða sér út um ofnæmistöflur sem draga úr kláða en gera ekkert við bitinu. Aðalheiður segir að líklega þurfi til verksins sterkara sterakrem en Mildison en slík lyf eru lyfseðilsskyld og því þarf að leita til læknis áður en hægt er að útvega sér lyfið með tilheyrandi biðtíma. Hún veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að aflétta, tímabundið, lyfseðilskyldu á ofnæmislyfjum og stera- og deyfikremum. „Ég velti því fyrir mér hvort það þurfi að láta borgarana, sem verða í hundraða tali fyrir svona plágu, ganga í gegnum alla bjúrókrasíuna. Hvort það sé ekki auðveldari leið til þess að hjálpa fólki með þetta,“ segir Aðalheiður sem segist í raun ekki vita hvert hún eigi að leita vegna þessa kvilla. Við erum ekki með nógu skýra ferla í heilbrigðisþjónustunni, margir eru ekki með heimilislækni og það er að kristallast fyrir mér núna að við eigum svo flókið heilbrigðiskerfi, farvegirnir eru svo flóknir, segir Aðalheiður og bætir við að almenningur viti í mörgum tilfellum ekki hvernig það eigi að leita til læknis. Einkenni bitana komu fram síðasta sunnudag segir Aðalheiður sem býst við því að þurfa að glíma við óþægindin í allt að tvær vikur. Fjöldi bita á líkama Aðalheiðar er slíkur að hún segist ekki hafa tölu á þeim, líklega skipti þau mörg hundruðum.
Heilbrigðismál Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53